Northern Sun hefur in situ genabanka fyrir norrænustu eplatré og afbrigði þeirra á
jörðinni. Á árunum 1998 til 2015 kortlögðu Virpi Virolainen og Hannu Hyvönen gömul
eplatré og aðrar nytjaplöntur í fleiri hundruð trjágörðum norðursins allt norðu í
Lappland. Plönturnar sem safnað var saman koma frá hundruðum garða í einkaeigu.

Vissir þú að rauð epli eru ekki bara falleg heldur einnig þau heilnæmustu. Það eru
eplin með rauða litnum sem innihalda mest af flavonoids.

Á hverju ári söfnum við saman fræum frá rauðum eplum sem tilheyra genabankanum
okkar fyrir verkefnið Northern Red. sem er samvinnuverkefni í framræktun þessara
eplatrjáa.

Markmið verkefnisins er að rækta eplatré frá þessum fræum og skoða hvaða
uppgötvanir koma frá fræunum af þessum norðlægustu rauðu eplum jarðarinnar.

Þátttakendur fá þjálfun og leiðbeiningar í að sá og kuldameðferð, og á komandi árum
hvernig best er að vinna með græðlingana uns þeir eru komnir á endanlegan stað.

Reynslan sem hefur safnast upp við athuganir á eplatrjám í norður finnlandi sýnir að
sú staðhæfing að tré sem eru ræktuð af fræjum séu slæm er bara þjóðsaga. Það er afar
líklegt að fræin úr eplunum sem við söfnum muni vaxa í að skila bragðmiklum ,
góðum, rauðum eplum sem þola mikla öfga í náttúrunni.

Það er vert að muna að frost stríðsáranna og frostatímabilið á nýunda áratugnum
eyðilögðu meirihlutann af eplatrjám í finnlandi. Gen þessara norðlægu trjáa sem lifðu
eru kjarni eplaræktar framtíðarinnar og verkefnið miðar á að finna ný hágæða yrki
sem þola harða vetur og frost í júní.

Í ferlinu deilum við hefðbundinni kunnáttu um ávaxtatré með þátttakendum, hvernig
má byggja upp stóran ávaxtagarð með litlum tilkostnaði og lágmarks vinnu.
Tilgangurinn er að gefa áfram til sem flestra kunnáttunni og aðferðunum sem var
safnað í Northern Finnland apple project.

Þú getur tekið þátt í eplaverkefninu með því að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 50
evrur. Þá færðu sem gjöf 50 fræ af þeim sem er talað um hér að ofan og öðlast um leið
rétt til að panta þessi harðgerðu fræ fyrir framtíðarverkefnin þín.

Hér er myndskeið um Northern apple survey.

Til að nálgast meiri upplýsingar: elonkirjo@protonmail.com

 

Hafðu samband við okkur: