Áhugafólk og þátttaka í framræktun plantna

Frjósamt eplaverkefni

Við , konan mín Virpi Virolainen,sem nú er látin, og ég, framkvæmdum í um tvo áratugi rannsókn á eplatrjám á norðlægum slóðum. Við leituðum uppi gömul eplatré í norður Finnlandi sem höfðu lifað af frosthörkurnar á stríðsárunum og 1980. Þessi frost eyðilögðu flest eplatré og þau sem lifðu af voru einungis þau harðgerðustu.

Meðan á þessari athugun stóð tókum við eftir athyglisverðum hlut. Fólk í norðrinu hafði ræktað þessi eplatré af eigin fræum, og flest af bestu eplatrjánum sem við rákumst á voru raunar af þessum fræum, sem fólk hafði sjálft einhverra hluta vegna ákveðið að nota við ræktunina.

Þessi vinna endaði í norðlægasta in situ genabanka fyrir norræn eplatré. Erfðaefnið er ekki geymt i frystum heldur er því viðhaldið í görðum fólks.

 Sjáið myndskeið af rannsókninni: https://www.youtube.com/watch?v=d9egcWyCyGY

 

Hampurinn kemur aftur

Um svipað leyti og epla verkefnið stóð yfir, byrjaði ég að rækta hamp. Mig langaði að búa til yrki af lækningahampi sem yxi utandyra og myndi hjálpa mér við skammdegisþunglyndið sem hafði plagað mig svo alvarlega.

Ég leitaði aðstoðar hjá hópi finnskra áhugamanna um hamp, og kunningi minn setti fræ sem ég hafði þróað á hemp.net vefsíðuna. Strax á þeim tíma kölluðum við verkefnið Northern Sun.

  Nokkrum árum seinna fékk ég afbrigði af hampi frá rússnesku Vavilov stofnunni í Hankasalmi, það var svo skömmu seinna skráð af J. Callaway í EU skráningarkerfið fyrir afbrigði undir nafninu Finola. Ég prufaði afbrigðið og komst að því að þetta sem var ættað frá Kirov svæðinu, og  var ekki aðlagað meginlandsloftslagi og að uppskeran þroskaðist ekki á okkar svæði fyrr en í haustrigningunum. Við fórum í að þróa fljótþroskaðra afbrigði.

Á árinu 2019 stofnaði ég eigið fyrirtæki til kynbótaræktunar og kallaði það Northern Sun Ltd. Fyrirtækið hóf starfsemi sína á landi og í gróðurhúsum gamla landbúnaðarskólans í Ilomants og við hófum hampræktun í gróðurhúsunum. Ég átti í málaferlum varðandi lögmæti kynbótaræktuninnar á hampinum og dómstólar úrskurðuðu mér í hag. Ræktun hamps til framræktunar afbrigða er hvorki brot á fíkniefnalöggjöf né lyfjalöggjöf.

https://yle.fi/uutiset/3-11695729

Framræktun hamps heldur áfram og til að styðja við verkefnið settum við í gang hampuppskeru samkeppni ( link to page ) í hverri  þátttakendur fá ákveðið magn af cbd hampfræum. Ræktun hamps til skrauts er leyfð samkvæmt núverandi fíkniefnalöggjöf.

 

 Við erum að opna mörg önnur tilraunaverkefni í ræktun norrænna plantna svo sem hnetutrjáa, hafþyrnis, eikar og ýmissa lækningajurta.

Sjá meira: https://www.northernsun.fi/siemenpankki-ja-tyopajat/

 Vinnan að sjálfbærni í norrænum genabanka heldur áfram.

Verið velkominn að ganga til liðs við okkur.

 

Ilomantsi 20.4.2022

 

Hannu Hyvönen

Ohessa video pohjoisesta omenakartoituksesta.

Hafðu samband við okkur: